Bandarískir markaðir lækkuðu í fyrsta skipti í fjóra daga við opnun markaða í morgun.

Bloomberg fréttaveitan segir ástæðuna vera versnandi afkomuspár banka og fjármálafyrirtækja auk þess sem pantanir á varanlegum neysluvörum hafa minnkað töluvert.

Þegar þetta er skrifað, kl. 14:00 hefur Nasdaq lækkað um 1%, Dow Jones um 0,8% og S&P 500 um 0,7%.

Greiningafyrirtækið Oppenheimer lækkaði afkomuspá sína fyrir Bank of America, Citigroup, J.P. Morgan og Wachovia og hefur sá hluti sem snýr að bankastarfssemi í S&P 500 vísitölunni hefur lækkað í kjölfarið um 2,5%.

Hlutabréf hafa lækkað í Evrópu dag en í Asíu var örlítil hækkun.