Enginn einstaklingur er á lista yfir 20 stærstu hluthafa fasteignafélagsins Regins. Landsbankinn seldi hlutafjáreign sína í fasteignafélaginu í útboði á mánudag og þriðjudag en til stendur að skrá félagið í Kauphöll eftir um mánuð. Bankar, lífeyrissjóðir og eignastýringarsvið ráða yfir 67% hlutafjárins.

Fram kemur í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í dag að heildarvirði fasteignafélagsins eftir útboðið nemur 10,6 milljörðum króna. Ákveðið hefur verið að gengi bréfa í félaginu verði 8,2 krónur á hlut.

á meðal helstu fasteigna félagsins eru Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.

Listi yfir helstu hluthafa og eignarhlut er eftirfarandi:

  1. Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf. - 25,9%
  2. Lífeyrissjóður verslunarmanna - 8,26%
  3. Gildi -lífeyrissjóður - 4,08%
  4. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda - 2,74%
  5. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - 2,57%
  6. Íslandsbanki hf. - 2,57%
  7. Stapi lífeyrissjóður - 2,52%
  8. Sameinaði lífeyrissjóðurinn - 2,50%
  9. Úrvalsbréf Landsbankans - 2,47%
  10. Frjálsi lífeyrissjóðurinn - 2,32%
  11. Tryggingamiðstöðin hf. - 1,63%
  12. Stefnir - Samval - 1,33%
  13. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja - 1,25%
  14. Festa - lífeyrissjóður - 1,25%
  15. Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna - 1,19%
  16. Eignaval B - 1,15%
  17. Stefnir - ÍS 15 - 0,82%
  18. Stefnir - ÍS 5 - 0,82%
  19. Vátryggingafélag Íslands hf. - 0,79%
  20. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga - 0,70%

937 aðrir hluthafar - 33,10%