Bankar og fjármálastofnanir innan evru-ríkjanna hafa í auknum mæli sótt sér næturlán í sjóði evrópska seðlabankans.

Bloomberg-fréttaveitan segir að bankarnir hafi sótt sér 3,3 milljarða evra lán með 2,25% vöxtum í gærnótt. Það er hálfum milljarði meira en daginn áður og þykir benda til aukinnar óvíssu í röðum stjórnenda banka og fjármálafyrirtækja um horfur í efnahagsmálum til skemmri tíma lítið.

Á sama tíma lækkuðu innstæður bankanna hjá evrópska seðlabankanum. Þær námu 216,9 milljörðum evra í gærnótt miðað við 248 milljarða kvöldið áður.