Fjárfestingarbankar hafa uppfært spár sínar fyrir meðalverð einnar tunnu af hráolíu fyrir árið 2016. Nú telja þeir að það verði 40 Bandaríkjadalir, sem er um það bil einum dollar meira en áður.

Í könnun sem Wall Street Journal gerði meðal þrettán stórra fjárfestingarbanka kemur í ljós að bankarnir eru bjartsýnir á að verðhrunið sem hefur einkennt síðustu tvö ár sé að hægja á sér.

Rússland og Sádí-Arabía hafa lofað að hægja á olíuframleiðslu sinni. Þetta gera ríkin í þeim tilgangi að minnka við framboð olíu, sem ætti að hækka verð hennar.