Bankaráð Seðlabanka Íslands mun á fundi sínum á þriðjudag fjalla um úttekt Ríkisendurskoðunar á greiðslu á lögfræðikostnaði Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Ríkisendurskoðun sendi bankaráðinu úttektina í lok júní.

Bankaráðið hefur haldið einn fund síðan þá, en ekki tókst að ljúka málinu á þeim fundi. Ólöf Nordal, formaður bankaráðsins, sat ekki fundinn og mun ekki sitja næstu fundi ráðsins vegna veikinda. Á meðan gegnir varaformaðurinn Jón Helgi Egilsson störfum formanns en hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ragnar Árnason mun ekki sitja fundi bankaráðsins meðan mál Más er til umfjöllunar samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins en Ragnar sótti um starf seðlabankastjóra í sumar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .