Moody?s hefur ákveðið að endurskoða lánshæfiseinkunnir allra íslensku viðskiptabankanna, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings og hefur sett lánshæfi þeirra fyrir langtímaskuldbindingar á neikvæðar horfur. Þetta mun líklega hafa í för með sér að lánshæfismat bankanna mun lækka um eitt til þrjú stig í kjölfarið.

Endurskoðun Moody?s nú kemur í kjölfar þess að ný aðferðafræði matsfyrirtækisins sem tekin var upp í febrúar hefur verið harðlega gagnrýnd af markaðsaðilum. Nýja aðferðafræðin sem nefnist stuðningsgreining (e. Joint default analyses) hafði í för með sér að lánshæfismat fjölda fjármálafyrirtækja hækkaði upp í hæsta flokk Aaa. Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn voru þar á meðal en eins og skemmst er að minnast hækkaði Moody´s lánshæfismat bankana upp í Aaa flokk í lok febrúar. Þessar einkannir hafa nú verið teknar til endurskoðunar og er niðurstöðu að vænta í byrjun maí.