Kaupthing, Glitnir og Landsbanki Íslands munu haldast á verðinu núll í íslensku hlutabréfavísitölunum þar til annað verður ákveðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Í tilkynningunni kemur fram að þar sem ekki reyndist mögulegt að fá fullnægjandi mat á virði viðskiptabankanna, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, frá markaðsaðilum ákvað Kauphöllin í samræmi við reglur um samsetningu og viðhald Úrvalsvísitölunnar að aðlaga dagslokaverð bankanna í núll í vísitöluútreikningum.