Vænt arðsemi eiginfjár stóru viðskiptabankanna þriggja árið 2008 virðist vera í takt við yfirlýst langtímamarkmið þeirra í þeirri lausafjárkrísu sem nú ríður yfir, ef marka má spár. En krísan hefur leikið mörg fyrirtæki grátt. Spárnar hljóða upp á arðsemi á bilinu 15 til 18% á árinu hjá bönkunum þremur.

Markmið Kaupþings er að arðsemi eiginfjár sé 15% og markmið Landsbankans er 15-17%. Framsetningin á markmiði Glitnis er ekki jafn afdráttarlaus: Bankinn sækist eftir 6% arðsemi ofan á áhættulausa vexti. Áhættulausir vextir eru þeir vextir sem fást á tíu ára ríkisbréfum hverju sinni. En það þýðir að ávöxtunin verði líklega á ofangreindu bili því vextir á slíkum bréfum eru um 10,9%. Markmið um eiginfé væri því 17%, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .