Íslensku bankarnir hafa brugðist ákveðið við þeim áhyggjum sem uppi hafa verið um að þeir hafi safnað of miklum skuldum með því að opinbera áætlanir sínar um endurfjármögnun og hefur það hjálpað til við að endurvekja traust á 14 milljarð dollara hagkerfinu, segir Paul Rawkins, yfirmaður hjá Fitch Ratings, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Hann segir einnig að bankarnir vilji vera eins gegnsæir og mögulegt er og hafi brugðist við óhagstæðum markaði. Þá segir Paul Rawkins einnig að ísland sé ekki nýmarkaður (e. emerging market), heldur háþróað hagkerfið með háþróuðum bönkum.

?Vandamálið var að við vissum ekki hvernig bankarnir ætluðu að ráða við skuldirnar. Við vitum aðeins meir nú og með auknu gegnsæi myndi Ísland skipa sess með löndum á borð við Ástralíu og Nýja Sjáland," segir Paul Rawkins.