Heildareignir innlánsstofnana námu 2.947,5 milljörðum króna í lok desember 2012 og hækkuðu um 13,8 milljarða í mánuðinum eða um 0,5%. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.572,1 milljörðum og hækkuðu um 4,6 milljarða í mánuðinum eða um 0,2%. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 375,4 milljörðum í lok desember og hækkuðu um 9,2 milljarða í mánuðinum eða um 2,5%. Kemur þetta fram á vef Seðlabankans.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.441,7 milljörðum í lok desember 2012 og hækkuðu um 1,8 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.320,2 milljörðum og hækkuðu um 8,1 milljarða eða um 0,4%. Erlendar skuldir innlánsstofnan námu 121,5 milljörðum í desember og lækkuðu um 6,3 milljarða eða 4,9%. Eigið fé innlánsstofnana nam 505,7 milljörðum í lok desember og hækkaði um tæpa 11,9 milljarða í desember eða um 2,4%.