Í byrjun mars munu bankarnir greiða hluthöfum sínum samtals 9,5 milljarða kr. í arðgreiðslu sem er 23,7% af heildarhagnaði (39,9 makr.) bankanna þriggja. Á árinu 2003 var hluthöfum hins vegar greitt samtals 4,3 makr. í arðgreiðslu sem nam 26,4% af heildarhagnaði (16,3 makr.) þess árs. Í Vikufréttum MP banka er bent á að hlutfall hagnaðar sem er greiddur út til hluthafa hefur minnkað á milli ára.

Í Vikufréttunum er einnig bent á að raunarður (þ.e. arður/gengi) m.v. gengi í lok tímabilanna minnkað hjá öllum bönkunum. Raunarður Íslandsbanka er mestur eða 3,63% á árinu 2004 en 3,48% á árinu 2003. Raunarður KB banka er minnstur eða 1,13% og hefur lækkað úr 1,34% á árinu 2003. Raunarður Landsbankans hefur lækkað lítillega eða úr 1,68% í 1,65%.