Endurreistu viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Landsbanki Íslands og Íslandsbanki, högnuðust samtals um 35 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Mestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka en afkoma hans var jákvæð um 13,2 milljarða á tímabilinu. Áberandi er hversu mikið hærri vaxtamunur Íslandsbanka er í samanburði við hina bankana. Aðferðir þeirra eru ekki fyllilega sambærilegar. Allir bankarnir uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall að lágmarki.

Ólíkar aðferðir

Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna og heildarskulda er áberandi hærri hjá Íslandsbanka en hinum bönkunum. Er munurinn 2,7-3 prósentur. Mismunandi leiðir bankanna skýra að hluta til muninn en aðferðir Landsbankans og Arion banka eru sambærilegar.

Felst munurinn einkum í hærri ávöxtunarkröfu Íslandsbanka á þau lán sem færð voru frá Glitni til Íslandsbanka. Þegar tilfærslan átti sér stað var vaxtastig hátt en hefur lækkað mikið síðan þá. Landsbankinn og Arion banki hafa lækkað vexti samhliða lægra vaxtaumhverfi en Íslandsbanki ekki. Á móti hefur Íslandsbanki fært meira á afskriftarreikning. Taka ber fram að aðferðirnar eru báðar samkvæmt stöðlum en gera samanburð erfiðan.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .