Allir bankanir hafa nú skilað inn uppgjöri fyrir síðasta ár. Íslandsbanki hagnaðist um 20,6 milljarða á árinu, Arion banki hagnaðist um 49,7 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða króna. Samanlagður hagnaður bankanna á árinu nam 109 milljörðum króna.

Arion banki ber höfuð og herðar fyrir aðra banka í hagnaði, en mikið af hagnaði bankans kemur þó til vegna einskiptiliða. Hagnaður allra bankanna eykst frá árinu 2014, en þá var samanlagður hagnaður 78,9 milljarðar króna. Heildarhagnaður eykst því um 30,1 milljarð milli ára.