Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu verður dálítið á bankanótunum í dag og en þátturinn hefst á því að Jón Þórðarson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, kemur til okkar en hann hélt erindi á Morgunverðarfundi Íslandsbanka um þróun fjármálamarkaðsins hér á landi. Hversu stór er þáttur íslenska fjármálafyrirtækja í uppbyggingu innlendra fyrirtækja? - Og mun þessi þáttur fara vaxandi og hvernig þá?

Að því loknu heyrum við í Geir Þórðarsyni framkvæmdastjóra nb.is en Netbankinn kynnti nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína í dag.

Á morgun verður haldið Sænsk-íslensk viðskiptaþing hér á landi og verður haft samband við Hjört Hjartar, formann sænsk-íslensk verslunarráðsins, um viðskipti milli landanna.

Í lokin kemur síðan Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, í þáttinn en bankinn kynnti í dag spá sína um horfur í efnahagsmálum.

Viðskiptaþáttur Viðskiptablaðsins er á dagskrá á milli 16 og 17 alla virka daga á Útvarpi Sögu (99,4) og endurfluttur klkkan eitt eftir miðnætti.