*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. nóvember 2013 10:35

Bankarnir sjá sjálfir um söluráðgjöfina

Samkeppniseftirlitið benti á það í byrjun þessa árs að bankarnir annast fyrirtækjaráðgjöf fyrir tengd fyrirtæki í stórum stíl.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í það minnsta fimm dæmi eru um það á síðustu mánuðum að stóru bönkunum þremur hafi veriðfalið að annast ráðgjöf vegna verkefna sem tengjast sölu á eignarhlutum fyrirtækja sem eru að hluta eða öllu leyti í þeirra eigu. Samkeppniseftirlitið birti skýrslu sína, Fjármálaþjónusta á krossgötum, í byrjun febrúar á þessu ári en varnaðarorð þar um að slík verkefni falli yfirleitt í skaut fjármálafyrirtækja sem eru tengd viðkomandi fyrirtækjum með einum eða öðrum hætti virðast litlu skipta. 

Á meðal slíkra dæma má nefna fyrirhugað útboð á eignarhlut Arion banka í tengslum við skráningu HB Granda. Fyrirtækjaráðgjöf bankans mun sjá um skráningar og útboðsferlið samkvæmt tilkynningu.Sama gildir um fyrirhugað útboð og skráningu Sjóvár en Íslandsbanki er þar á meðal stærstu eigenda og mun fyrirtækjaráðgjöf bankans sjá um skráningar og útboðsferlið. Þá er hið sama uppi á borðinu í tilviki Landsbankans og Promens en fyrirhugað er að skrá fyrirtækið á markað fyrir lok árs 2014.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að gerð hafi verið grein fyrir athugun eftirlitsins í umræddri skýrslu en að þessi mál hafi ekki komið til sérstakrar athugunar síðan þá. Páll Gunnar kom þó inn á umfjöllunarefnið í tengslum við ráðstefnu um lífeyrissjóðina sem haldin var á vettvangi Viðskiptaráðs á dögunum. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.