Greiningardeildir bankanna spá 0,4-0,5% hækkun vísitölu neysluverðs í desember, en ný mæling Hagstofunnar verður birt í fyrramálið. Greiningardeild Glitnis [ GLB ] spáir 0,4% hækkun, en greiningardeildir Kaupþings [ KAUP ] og Landsbanka [ LAIS ] spá 0,5%. Gangi spá Glitnis eftir hækkar 12 mánaða verðbólgan úr 5,2% í 5,6% og í 5,7% gangi spár hinna bankanna eftir.

Í spám allra greiningardeildanna kemur fram að húsnæðisverð muni valda hækkunum, en einnig eru eldsneytisverð, matvælaverð og hærri vextir af húsnæðislánum nefnd til sögunnar.