Íslensku viðskiptabankarnir stand­ast álagspróf Fjármálaeftirlitsins, miðað við stöðuna um síðustu áramót.

CAD-eiginfjárhlutfall Kaupþings lækkar við prófið um 0,6 prósentustig, niður í 11,2%, hlutfall Glitnis um 0,8 stig niður í 10,4%, Landsbanka niður í 10,5% eða um 1,2 stig og Straums um 2,5 stig, niður í 21,2%.

Eftirlitið framkvæmir álagsprófið með reglubundnum hætti. Það gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum eða virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Í úttekt á miðopnu Viðskiptablaðsins í dag á fjármögnun bankanna kemur fram að allir hafa þeir lausafé til að standast lokun fjármagnsmarkaða til a.m.k. eins árs.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .