Gömlu bankarnir, Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing, og nýju bankarnir sömuleiðis hafa á sínum snærum sérstakar deildir innan eignastýringarsviðs sem hefur tekið að sér að stýra fjárfestingum fyrir lífeyrissjóði. Í sumum tilfellum hafa bankarnir tekið að sér að reka heilu lífeyrissjóðina.

Skýrslan
Skýrslan

Lífeyrissjóðirnir gerðu samning við bankana um að þeir fjárfestu í sjóðum rekstrarfélags viðkomandi banka. Þetta átti jafnframt við um sjóði sem höfðu ákveðið safn í eignastýringu hjá viðkkomandi banka.

Í skýrslu nefndar sem skoðaði fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna á árunum fyrir hrun segir að þessir samningar hafi haft töluverð áhrif á viðgang rekstrarsjóðanna.

Nefndin bendir á það í skýrslunni að þegar komið var fram yfir mitt ár 2007 þá hafi sjóðsstjórnir sumra sjóðanna haft tilhneigingu til að fjárfesta óvarlega í eignum tengdum eigenda bankanna og helstu viðskiptavina þeirra án þess að gætt væri hagsmuna lífeyrissjóðanna.

Hins vegar er á það bent að eftir því sem stýringardeildirnar sýndu meira sjálfstæði í heild eða í stýringu ákveðinna tegunda fjárfestinga, þeim mun betur reiddi lífeyrissjóðunum af í hruninu. Þá hafi það sýndi sig að eftir því sem tækifæri til eftirlits með fjárfestingum sjóða rekstrarfélaga bankanna varð auðveldara og því betur sinnt, kom fjárstýringin betur út.