Fjárfestar segja að það hafi komist tísku á meðal efnafólks á Íslandi að stofna aflandsfélög og að bankarnir hafi ýtt undir stofnun slíkra félaga á markvissan hátt. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eftir að bankarnir opnuðu útibú í Lúxemborg hafi þeir þrýst mikið á viðskiptavini að flytja eignastýringuna á erlend félög. Það hafi síðar komið í ljós Landsbankinn var einn umsvifamesti viðskiptavinur Mossac Fonseca í Panama.

Ráðgjafi við stofnun aflandsfélaga segir að það hafi verið algengt viðmið við stofnun erlendu félaganna að innlendir viðskiptavinir ættu 100 milljónir til fjárfestinga.