Stilla verður væntingum um verulegar arðgreiðslum til eigenda bankanna í hóf þótt staða fjármálafyrirtækja er almennt sterk því lækkun eigin fjárþeirra og tæp lausafjárstaða myndi veikja viðnámsþrótt þeirra andsæpnis áhættu af losun gjaldeyrishafta. Þetta er mat Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra, sem hann ritar í inngangsorðum að nýjasta riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika .

Arnór skrifar:

„Sérstaklega verður að gæta þess að veikja ekki lausafjárstöðuna í ljósi þungrar endurgreiðslubyrði Landsbankans á næstu árum. Þá ber að hafa í huga að breytinga á alþjóðlegu regluverki kunna að leiða til þess að eiginfjárkröfur til kerfislega mikilvægra banka verði auknar á næst árum.“

Landsbankinn greiddi á dögunum um 10 milljarða króna í arð, sem að nær öllu leyti fór til ríkisins.

Arnór heldur áfram og skrifar að viðskiptabankarnir þrír séu kerfislega mikilvægir og verði þeir að reikna með því að gerðar verði auknar eiginfjárkröfur til þeirra í samræmi við þróun hins alþjóðalega regluverks og sérstaklega til þeirra áhættu sem fylgi losun gjaldeyrishafta.