Bankarnir hafa að undanförnu kallað eftir frekari tryggingum til þeirra sem hafa fengið lán til hlutabréfakaupa eftir skarpa verðlækkun hlutabréfaverðs það sem af er árinu.

Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir að í verðsveiflum líkt og verið hafi síðustu vikur verði ekki hjá því komist að kalla eftir frekari veðum hjá viðskiptavinum í framvirkum samningum um hlutabréf. Það hafi nær undantekningarlaust gengið vel.