Bankaskattur á slitabú föllnu bankanna er meiriháttar útgjaldaliður sem getur þurrkað upp þónokkurn hluta lausra krónueigna búanna á næstu árum. Þetta er mat Greiningardeildar Arion banka.

Við gerð nauðasamninga vegna slitabúa föllnu bankanna verður fyrst og fremst litið til meðferðar á lausum krónueignum slitabúanna. Ef töf verður á nauðasamningum og lítil hreyfing kemst á slit búanna á næstu árum þá getur bankaskatturinn, sem nemur 0,376% krafna búanna gengið verulega á laust fé búanna í krónum. Bankaskatturinn nemur tæplega 28 milljörðum árlega samkvæmt áætlun Greiningardeildarinnar.

Samkvæmt spá Greiningardeildar Arion banka gæti staða lausra krónueigna orðið neikvæð í tilviki Kaupþings og Landsbankans frá 2016 ef nauðasamningum lýkur ekki fyrir þann tima. Þá merkir það að slitabúin neyðast til að skipa erlendum gjaldeyri í krónum til að geta staðið skil á útgjöldum.