Landsbankinn kynnti í morgun uppgjör sitt fyrir árið 2013 í höfuðstöðvum sínum við Austurstræti í morgun. Fram kom að hagnaður bankans hafi aukist um 13% á milli ára en aukningin skýrist einkum af hærri þjónustutekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréfa auk lækkunar á kostnaði. Bankaskatturinn er farinn að vega þungt í rekstri bankans en að sögn bankastjóra Landsbankans, Steinþórs Pálssonar, er áhrifa hans enn ekki farið að gæta í almennum vaxtakjörum bankans.

VB Sjónvarp ræddi við Steinþór