Unnið er að byggingu fjármaláhverfis í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, um þessar mundir. Þar munu rísa gífurvaxnir turnar sem tengdir eru saman með brúm, glænýtt lestarkerfi og kælingarkerfi á heimsmælikvarða. Það sem skortir þó enn í svokallað fjármálahverfið eru bankar - ekki einn einasti banki hefur keypt sér plass þar.

Hverfið verður um 73 byggingar og 1,6 milljón fermetrar á stærðina en þrátt fyrir það hefur ansi fáar fjármálastofnanir sætt sig á að koma sér fyrir á svæðinu. Sádí-Arabía býr sig nú undir framtíð þar sem ríkið er óháð olíu, og bygging slíkra hverfa og hýsing fjármálastarfsemi mun að öllum líkindum vera mikilvægur hluti í slíkri framtíð.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrir stuttu síðan hyggst konungsríki þjóðarinnar stofna olíusjóð á borð við þann sem Norðmenn hafa komið á fót, fyrir utan þá staðreynd að sjóður arabanna verður talsvert stærri - um tvær billjónir Bandaríkjadala að stærð eða nóg til að kaupa fjögur stærstu fyrirtæki heims.

Hvað varðar fjármálahverfið þá eru bankar í Sádí-Arabíu ekki allt of spenntir fyrir því að fjárfesta í húsnæðisplássi - einfaldlega vegna þess að þeim finnst fásinna að byggja ekki sín eigin háhýsi sem þeir ættu þá alveg sjálfir. Það er ekki ímyndarinnar virði, að þeirra mati, að koma sér fyrir í sérstöku fjármálahverfi bara til þess að vera þar eins og tíðkast í vesturlöndum.

Hingað til hafa aðeins PriceWaterhouseCoopers og sádí-arabíski seðlabankinn leigt sér pláss í fjármálahverfinu. Ljóst er að eigendur landskikans, Samba Financial Group, verða að láta hendur standa úr ermum ef fjármálahverfið á að vera tekið alvarlega - því varla stendur það undir skilgreiningunni ef engir verða bankarnir.