Eyríkið Kýpur samþykkti í dag björgunarpakka við alþjóðlega lánadrottna. Kýpur bað Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsríkin í júní um að þau hjálpuðu til við að bjarga bönkum landsins.

Bankarnir í Kýpur hafa tapað umtalsverðum fjárhæðum á útlánum sínum vegna þess hversu stór hluti lánasafnsins var til grískra aðila. Björgunarpakkinn hljóðar upp á 16 milljarða evra. Skuldir kýpverskra banka hljóða upp á um 152 milljarða evra sem jafnast á við áttfalda landframleiðslu landsins.