Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs í London eru nærri því orðnir jafn margir og þeir voru árið 2007, fyrir fall Lehman Brothers og telja má upphaf alvarlegrar fjármálakrísu. Starfsmenn á fjárfestingasviði Royal Bank of Scotland eru orðnir fleiri en þeir voru fyrir fjórum árum. Bankinn þurfti í kjölfar krísunnar á aðstoð stjórnvalda að halda og tók við stærstu fjárveitingu sögunnar. Þá voru 1.800 nýir starfsmenn ráðnir til Barclays Capital á síðasta ári.

Fjallað er um stækkandi starfsemi fjárfestingabankanna á vefsíðu Bloomberg í dag. Í fréttinni segir að á sama tíma og efnahagslífið í London berst við eftirmála dýpstu kreppu frá 1930 að þá fjölgar starfsmönnum fjárfestingabankanna hratt.

Fjármálaiðnaðurinn taldi alls um 10% af landsframleiðslu Bretlands á árinu 2009, samanborið við 7,7% árið 2006. Fyrirtækin greiddu hæstu skattanna af fyrirtækjum Bretlands á síðasta ári.