Starfsmönnum Arion banka og Íslandsbanka fjölgaði á síðasta ári samanborið við árið áður. Óðinn fjallaði um þróun starfsmannafjölda íslensku bankanna í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins og bar saman við þróun hjá Fjármálaeftirlitinu og hjá Landsíptalanum.

starfsmannafjöldi bankanna
starfsmannafjöldi bankanna
© None (None)

Starfsmönnum Arion banka fjölgaði á síðasta ári frá því að vera 1.096 í lok árs 2009 í 1.260 í lok árs 2010. Hjá Íslandsbanka nam fjölgunin 112 starfsmönnum og voru 1.093 í lok síðasta árs. Landsbankinn hefur ekki birt uppgjör sitt fyrir síðasta ár en það á að birta fyrir lok þessa mánaðar.

Starfsmannafjöldi
Starfsmannafjöldi
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Bloomberg fjallar í dag um fjölgun bankastarfsmanna í London. Í fréttinni segir að á sama tíma og efnahagslífið í London berst við eftirmála dýpstu kreppu frá 1930 að þá fjölgar starfsmönnum fjárfestingabankanna hratt.

Í töflunni hér að ofan má sjá þróunina hérlendis á árunum 2000-2010. Árunum 2003-2007 er þó sleppt, þar sem starfsemi í erlendum útibúum og dótturfyrirtækjum skekkir samanburð.