Bankastjórar dönsku bankanna Sparekassen Himmerland og EBH bankans voru dæmdir í 5 mánaða fangelsi í dag fyrir markaðsmisnotkun. Þetta kemur fram á vef Börsen.

Bankastjórarnir Finn Strier Poulsen og Svend Jørgensen voru sakfelldir fyrir að gera leynilegan samning milli bankanna um að hvor myndi halda uppi verði hlutabréfa hins bankans. Að auk var Sparekassen dæmdur til að greiða 5 milljónir danskra króna í sekt, um 100 milljónir íslenskra króna.

Bankastjórarnir höfðu persónulega hagsmuni af því að halda gengi hlutabréfanna uppi, en Svend Jørgensen bankastjóri  Sparekassen Himmerland hefði fengið um 400 milljónir íslenskra króna í bónusgreiðslur ef gengi bankans héldist yfir 600.

Þrír aðrir starfsmenn  Sparekassen Himmerland fengu 3 mánaða dóm vegna málsins en allir starfsmennirnir hafa misst vinnuna.