Bankastjórar Landsbanka Íslands óskuðu eftir því í gær að láta af störfum sem bankastjórar og féllst stjórn bankans (skilanefnd) á það.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim Sigurjóni Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni.

„Að beiðni stjórnar bankans höfum við fallist á að vera bankanum til ráðgjafar í öllu því sem varðar að tryggja sem farsælasta umbreytingu í rekstri bankans við erfiðar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.