Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Ásgeir Reykfjörð aðstoðarbankastjóri og félög þeim tengd keyptu í dag hlutabréf í Arion banka fyrir um 230 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í tilkynninguni segir að Benedikt hafi keypt 400 þúsund hluti persónulega og félagið Brekkuás ehf., keypti 1,6 milljónir hluta. Brekkuás er skráð í eigu eiginkonu Benedikts, Ragn­heiðar Ástu Guðna­dótt­ur, samkvæmt vef Creditinfo. Kaupin voru gerð á genginu 76,75 sem þýðir að ríflega 153 milljónir króna voru greiddar fyrir hlutina. Þá keypti Ásgeir 895 þúsund hluti í bankanum fyrir um 70 milljónir króna í gegnum félagið BVII ehf. BVII er í eigu Reykfjörð ehf. sem er svo i eigu Ásgeirs samkvæmt vef Creditinfo.

Gengi bréfa í Arion banka stóð í 78,3 krónum á hlut í lok viðskipta í dag í 525 milljóna króna viðskiptum og hafði hækkað um 2,49%.