Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir skuldaniðurfellingartillögur ríkisstjórnarinnar áhugaverðar og um margt jákvæðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Höskuldar við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Höskuldur segir að næstu dagar og vikur muni fara í að skoða og meta ýmis praktísk mál varðandi tillögurnar.

„Þetta eru áhugaverðar tillögur sem þarna voru settar fram. Um margt jákvæðar. Við þurfum að kynna okkur vandlega ýmislegt sem þarna er og sjá hvernig fram vindur á næstu stigum. Næstu daga og vikur munum við skoða og meta ýmis praktísk mál varðandi tillögurnar. En það er ljóst að stefnt er að verulegum álögum á bankakerfið,“ segir Höskuldur í svarinu til Viðskiptablaðsins.