Horfur BankNordik í Færeyjum eru góðan og má reikna með að tekjur af kjarnarekstri hans muni aukast nokkuð á milli ára. Þetta kemur fram í spá bankans um afkomuhorfur á næsta ári.

Bankinn birti afkomuspá sína fyrir næsta ár í dag. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að tekjur af kjarnarekstri muni fara í 150 til 200 milljónir danskra króna á næsta ári samanborið við 145 til 175 milljónir króna á þessu ári og aðeins 82 milljóna danskra króna í fyrra.

Þá er ger ráð fyrir að kostnaður dragist verulega saman, fari úr 95 milljónum danskra króna á þessu ári í 30 til 50 milljónir danskra króna á næsta ári.

Talið er til í afkomuhorfum bankans að hann hafi verið iðinn við kaup á öðrum fjármálafyrirtækjum og greinum fyrirtækja sem hafa farið halloka í kreppunni. Þar á meðal keypti bankinn níu útibú Sparbankans í Danmörku og þrjú á Grænlandi í byrjun síðasta árs auk lífvænlegasta hluta Amagerbank í júlí.

„Við munum bæta hagnaðinn frekar á næstu árum,“ er haft eftir bankastjóranum Janusi Petersen.