Robert Diamond hefur látið af störfum sem bankastjóri Barclays banka. Tilkynnt var um breytinguna í dag en pólitískur þrýstingur um afsögn hans hefur verið mikill, eftir að í ljós kom að nokkrir starfsmenn bankans höfðu óeðlileg áhrif á millibankavexti. Bankinn var sektaður um 290 milljónir punda vegna málsins.

Diamond er 60 ára og hefur gegnt starfi bankastjóra Barclays síðan í ársbyrjun 2011. Hann hafði þá starfað hjá bankanum frá árinu 1996.