Thomas Borgen, framkvæmdastjóri Danske Bank, stærsta banka Danmerkur, hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að um 200 milljarð evrur, yfir 25 þúsund milljarðar króna, af vafasömu fé hafi flætt í gegn um útibú bankans í Eistlandi. Málið er eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar, samkvæmt Financial Times .

Bankinn sagði „röð alvarlegra galla“ í umsýslu- og stjórnunarkerfum hans hafa gert það að verkum að grunsamleg viðskipti fóru fram óhindruð í eistneska útibúinu.

200 milljarð evrurnar sem komu inn í bankann í gegn um eistneska útibúið komu frá viðskiptavinum sem ekki voru heimamenn, heldur frá löndum eins og Rússlandi, Bretlandi, og Bresku Jómfrúareyjunum.

Bankinn sagðist enn ekki hafa lagt mat á hversu hátt hlutfall færslanna væru grunsamlegar. Greining á 6.200 af hættumestu viðskitpavinunum úr hópi þeirra 15.000 sem ekki voru heimamenn, leiddi í ljós að „yfirgnæfandi meirihluti þeirra voru grunsamlegir“.