Tíu bankar eru nægur fjöldi til að sinna fjármálastarfsemi í Danmörku. Þetta segir Eivind Kolding, bankastjóri Danske bank, í samtali við danska viðskiptablaðið Börsen. Stærð danska bankakerfisins hefur verið nokkuð í umræðunni þar í landi upp á síðkastið eftir fjármálakreppuna.

Dönum þykir fjármálageirinn of stór en rúmlega 100 bankar eru í landinu.

Til samanburðar eru hér fjórir viðskiptabankar og tíu sparisjóðir.

Í Börsen segir hins vegar að starfsfólki í banka- og fjármálageiranum finnist að sér þrengt.