Bankastjóri Fortis bankans, stærsta banka Belgíu, hefur látið af störfum. Jean-Paul Votron hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við vandamálum vegna lánsfjárskrísunnar.

Hann lagði á dögunum fram tillögu til að afla fjármagns, meðal annars með því að minnka arðgreiðslur til hluthafa.

Ekki er langt síðan Votron sagði bankann hafa nóg fjármagn til rekstrar og að ekki yrði skorið niður í arðgreiðslum.