David Cameron forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að Royal Bank of Scotland, sem breska ríkið á 41% hlut í, ætti ekki að leiða háa bónusa til bankastarfsmanna. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Cameron gaf jafnframt í skyn í dag að fréttir um 6,8 milljóna punda, um 1,2 milljarðs króna greiðslur til bankastjóra RBS í ár væru ekki réttar. Þær væru algjörar getgátur.

Cameron sagði að hann vildi sjá bónusa til bankastarfsmanna lægri í ár en í fyrra.