Vöfflur verða á boðstólum í öllum útibúum Íslandsbanka í dag.  Vöfflubaksturinn er í tilefni þess að bankinn mældist hæstur á bankamarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, sem mælir ánægju viðskiptavina. Starfsfólk vill með vöfflubakstrinum þakka viðskiptavinum sínum fyrir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun standa vaktina í útibúinu á Akureyri. Reiknað er með því að um 7.000 vöfflur verði bakaðar í útibúunum í dag samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka.

Úrslit Íslensku ánægjuvogarinna r voru kynnt fyrir viku. Voru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöðurnar á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.