Írska ríkisstjórnin ætlar að hækka þak á launa- og bónusgreiðslur hjá stjórnendum bankanna sem féllu í hruninu.

Með breyttu þaki verður bönkum heimilt að greiða bónusa upp á allt að 20 þúsund evrur, eða sem nemur þremur milljónum króna.

Þar að auki er búist við því að Bank of Ireland, sem var fyrstur bankanna til að komast aftur í einkaeign, þurfi ekki lengur að framfylgja 500 þúsund evra þaki á laun stjórnenda.

Aðrir bankar sem féllu í hruninu og eru enn í meirihluta eigu ríkisins munu þó áfram þurfa að framfylgja launaþakinu.

Paschal Donohoe, fjármálaráðherra Írlands, segir ekki við hæfi að ríkið ákveði laun stjórnenda hjá bönkum í einkaeigu.