Í stöðuskýrslu Bankaskýrslu ríkisins er sagt frá því að sýslan telji rétt að ríkið hefji sölu á allt að 28,2% eignarhlutar þess í Landsbankanum.

Stöðuskýrslan segir frá því að heimild sé fyrir sölu ríkisins á allt að 30% hlut í Landsbankanum, og að miðað sé við að kynna tillögur fyrir ríkisstjórninni á þessum fyrsta ársfjórðungi 2016.

Skipta um skoðun

Í skýrslunni segir meðal annars að:

„Bankasýsla ríkisins hefur hingað til ekki talið rétt að hefja sölu á eignarhlut í Landsbankanum heldur álitið farsælla að endurheimta fjárframlög með sérstökum arðgreiðslum frá bankanum.“

Því næst er farið að því að mat sýslunnar á efnahagslegum aðstæðum bendi til þess að skynsamlegt sé að hefja nú sölu á hlutum ríkisins í bankanum.

„Hins vegar telur stofnunin nú eftir mat á fjórum efnahagslegum viðmiðum um efnahagslegan stöðugleika, verðmat á hlutabréfum í fjármálafyrirtækjum, fjárhagslegt bolmagn mögulegra kaupenda og stöðu Landsbankans að rétt sé að hefja sölumeðferð á eignarhlutum í bankanum.“

Efnahagslegar viðmiðunarforsendur

Fjögur efnahagslegu viðmiðin sem vísað er til í skýrslu bankasýslunnar eru þessi:

  • Að íslenskt efnahagslíf hafi styrkst og náð stöðugleika.
  • Að virðismat á fjármálafyrirtækjum sé ásættanlegt.
  • Að fjárfestar hafi áhuga og bolmagn á fjárfestingu í eignarhlut.
  • Að rekstur, afkoma, fjárhagsskipan og stjórnarhættir viðkomandi fjármálafyrirtækis bendi til þess að fjármálafyrirtækið geti talist álitlegur fjárfestingarkostur.