Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki áform um að fella niður bankasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í frétt á Kjarninn.is. Bjarni lagði fram frumvarp í apríl á síðasta ári um að fella ætti Bankasýsluna niður og flytja verkefni hennar til fjármaála- og efnahagsráðuneyti. Stofnuninni var ekki áætlaðir fjármunir í frumvarpi til fjárlaga þessa árs. Samþykkt fjárlög fólu hins vegar í sér þreföldun á fjármagni til Bandasýslunnar.

Bankasýslan heldur á hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum, en ríkið á 98% hlut í Landsbankanum, 13% hlut í Arion banka og mun taka við eignarhaldi á Glitni þegar kröfuhafar afhenda hann ríkinu samkvæmt nauðasamningi slitabús Glitnis.

Áætlað er að selja 30% hlut í Landsbankanum á þessu ári og mun bankasýslan sjá um þá sölu. Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir að um 71 milljarður fáist fyrir þennan hlut ríkisins í Landsbankanum.