Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur að eftirlitsskylda gagnvart lífeyrissjóðunum hafi brugðist og að breyta þurfi verklagi sjóðanna. Þetta kom fram í máli hans um utandagskrárumræðu á Alþingi um lífeyrissjóðina.

Þar sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins að leggja eigi áherslu á samstarf ríkisins og lífeyrissjóðanna, til dæmis í samgöngumálum. Því hafi verið lofað fyrir tveimur árum en ekkert gerst.

Þór Saari var ósammála Birki Jón og sagði að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum.

Bankasýslunnar að fylgjast með

Nokkuð var rætt um eftirlitshlutverk Banasýslunar og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að að sýslan eigi að tryggja gagnsæi í allri ákvörðunartöku ríkisins á fjármálamarkaði. Undir það falli Landsbankinn.

Í sölu Landsbankans á Vestiu hafi öllum verklagsreglum verið hent út í hafsaugu. Hann benti á að margir hafi bent á að einkavæðingin hafi ekki heppnast sem skyldi. Því spurði Guðlaugur Þór hvort þingheimur hafi ekkert lært.