Vegna bilunar í gagnagrunni hjá Reiknistofu bankanna lágu bankaviðskipti niðri í 38 mínútur í dag. Bilunin kom upp klukkan tuttugu mínútur í fjögur. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir í samtali við Viðskiptablaðið að varakerfi hafi tekið við þegar bilunin gerði vart við sig. Hinsvegar hafi ákveðin tæki verið óvirk tímabundið, til dæmis bensínsjálfsalar og hraðbankar.

Kerfið er nú komið upp aftur. Bilunin hafði einnig áhrif á netbanka og afgreiðslukerfi bankanna.