Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar, vinnur Credit Suisse Group að stofnun banka fyrir milljarðamæringa. Félagið hefur ráðið til sín mann að nafni Charlie Buckley til þess að leiða verkefnið, en hann hefur víðtæka reynslu af bankastörfum.

Bankinn á að vinna náið með milljarðamæringum sem eiga eða hafa stofnað fyrirtæki. Veita á sérhæfða ráðgjöf í tengslum við fjármagnaðir, yfirtökur og samruna. Þetta er liður í endurskipulagningu nýja forstjóra félagsins, en hann hefur lagt mikla áherslu á að skera niður á ákveðnum sviðum og auka þjónustu við auðugri kúnna.