Commonwealth Bank of Australia, stærsti banki Ástralíu, þarf að greiða hæstu sekt sem ástralskt fyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða, vegna mistaka bankans. Þessi mistök fólu það í sér að bankinn kom ekki í veg fyrir það að fíkniefna gengi gætu þvegið peninga í gegnum kerfi bankans.

Á árunum 2012 til 2015 tilkynnti bankinn ekki um 53.000 grunsamlegar færslur til yfirvalda. Fíkniefna gengin nýttu sér galla í kerfum bankans sem gerði þeim kleift að leggja peninga nafnlaust inn á aðila sem áttu reikninga hjá bankanum.

Bankinn mun þurfa að greiða 534 milljónir dollara í sekt, eftir að hafa viðurkennt mistök sín. Frá þessu er greint á vef CNN .