Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landsbankan af kröfu þeirra Kormáks Geirharðssonar, Skjaldar Sigurjónssonar og knattspyrnubræðranna Arnar og Bjarka Gunnlaugssona um niðurfellingu ábyrgðar sem þeir tóku á sig við sölu á veitingastaðnum Domo við Þingholtsstæti í Reykjavík síðla árs 2009. Fjórmenningarnir töldu bankann ekki hafa staðið við loforð sín í viðskiptum við þá, svo sem við að tryggja hagsmuni þeirra. Bankinn var milligönguaðili með viðskiptunum og gerði hann kröfu um að þeir sem fyrri eigendur ábyrgðust 10 milljóna króna skuldabréfalán sem kaupandinn tók hjá bankanum.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í byrjun árs töldu þeir sig ekki þurga að bera ábyrgðina. Stuttu eftir að reksturinn komst í hendur nýs eiganda lenti sá í hremmingum. Hann gat ekki staðið í skilum bankann og féll ábyrgðin á herðar þeirra Kormáks, Skjaldar, Arnars og Bjarka.

Ábyrgðin skiptist jafnt á fjórmenningana, 2,5 milljónir króna á haus. Héraðsdómur dæmdi þá jafnframt til að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur