Landsbankinn hefur svarað yfirlýsingu stjórnenda Borgunar sem birtist í fjölmiðlum í gær. Þar sagði  að Landsbankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á hlut bankans í Borgun síðla árs 2014. þ. á m. upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði milli Visa Inc. og VISA Europe.

Landsbankinn segir að hann hafi ekki haft enga vitneskju um að Borgun ætti yfirhöfuð rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. Landsbankinn segir einnig að yfirlýsing Borgunar hafi ekki svarað þeim spurningum sem Landsbankinn spurði stjórnendur Borgunar fyrir helgi, en þar var spurt hvort að Borgun eða stjórnendur þess hafi vitað að fyrirtækið ætti rétt til greiðslna vegna valréttarins.

Bankinn segir að engin svör hafi borist beint til Landsbankans, en bankinn vænti þess að fá svar í dag, eins og óskað var eftir.