Greiningardeild Arion banka veðjaði ekki á réttan hest í síðustu viku þegar hún taldi mestar líkur á að kvikmyndin Gravity myndi landa Óskarsverðlaunum sem besta myndin í nótt. Myndin 12 Years a Slave var nefnilega valin besta myndin og landaði hún flestu Óskarsverðlaunum eða sjö. Leikarinn og hjartaknúsarinn Matthew McConaughey var valinn besti karlleikarinn í kvikmyndinni Dallas Buyers Club og Cate Blanchett besta leikkonan fyrir leik í myndinni Blue Jasmine eftir Woody Allen. Greiningardeild Arion banka var samt ekki alveg úti á túni en Alfonso Cuarón, leikstjóri Gravity, var valinn besti leikstjórinn.

Þá hlutu leikararnir Jared Leto og Lupita Nyong'o Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverkum. Leto lék í myndinni Dallas Buyers Club og Nyong'o í 12 Years a Slave.

Á vef tímaritsins Empire má sjá eitt og annað um Óskarsverðlaunin.