Amagerbanken í Danmörku.
Amagerbanken í Danmörku.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
BankNordic hefur hækkað eiginfjárgrunn sinn með útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 600 milljónir danskar krónur, jafnvirði um 13,2 milljarða króna. Tilkynnt var um aukninguna til Kauphallar í morgun. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2011 var eiginfjárhlutfall bankans 17%, en eftir yfirtöku á hluta af Amagerbanken er talið að hlutfallið hafi farið niður fyrir 15%.

IFS Greining fjallar um málið í morgunpósti sínum í dag og segir að útgáfan sé partur af stefnu bankans til að halda sterkum eiginfjárgrunni. Jafnframt hefur arðgreiðslustefnu verið breytt úr 30-50% af hagnaði niður í 10%. Arðgreiðslur geta stighækkað samhliða styrkingu grunneiginfjárstöðu en er í dag að hámarki 10 milljónir danskra króna.

Tilkynning BankNordic .