bankTrelleborg A/S verður í dag skráður í Kauphöllina í Kaupmannahöfn og er þetta 11. félagið sem skráir bréf sín í Nordic Exchange á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

152 ára saga bankTrelleborg hófst í Slagelse. Í gegnum tíðina hafa 16 útibú verið opnuð ? í Hellerup, Hillerød og Óðinsvéum svo nokkur séu nefnd. Á árinu 2007 verða fleiri útibú opnuð, til dæmis í Árósum og Køge, og metnaður bankans stendur til þess að verða fjármálastofnun á landsvísu.

Starfsmenn bankTrelleborg eru um 200, og veita þeir ráðgjöf á breiðu sviði fjármála.

Í mars 2007 var bankTrelleborg breytt í hlutafélag og hlaut þá nafnið bankTrelleborg A/S. Undanfarin 10 ár hefur bankinn gengið í gegnum mikla endurnýjun og þróast umtalsvert.

Undir hinu nýja nafni er bankinn nú skráður í Kauphöllina í Kaupmannahöfn til að styðja við og styrkja frekari þróun hans. Bankinn mun áfram gefa upprunastað sínum gaum og styðja menningar- og íþróttastarfsemi þar.

?Það er okkur sönn ánægja að bjóða bankTrelleborg velkominn í Nordic Exchange. Félagið hjálpar til við að styrkja kauphöllina enn frekar, sem 151. félagið í fjármálageiranum,? segir Jan Ovesen, forstjóri OMX Nordic Exchange í Kaupmannahöfn.

Viðskiptalota hlutabréfa í bankTrelleborg, sem hefur auðkennið BANKTR, er 50. bankTrelleborg er meðalstórt félag (Mid Cap) sem tilheyrir fjármálageiranum.